Loftur Erlingsson löggiltur fasteignasali s.896 9565 og Hús Fasteignasala kynna í einkasölu:
Steinsteypt þriggja herbergja, 76,7fm raðhús á tveimur hæðum á góðum stað á Selfossi. Komið er inn í flísalagða
forstofu með skáp fyrir yfirhafnir,
geymsla/þvottahús gengt útidyrum. Opið inn í sameiginlegt rými stofu og eldhúss, gengt úr
stofu út í afgirtan
garð með góðum palli. Snyrtileg innrétting í
eldhúsi og flísar á milli skápa, plastparket á gólfum. Þiljur í lofti og innfelld lýsing. Tréstigi uppá
efri hæð hússins, tvö
svefnherbergi þar og baðherbergi og auk þeirra lúga uppá geymsluloft í risi hússins.
Annað herbergjanna er merkt sem geymsla á teikningu hússins, þakgluggar í báðum herbergjum og fataskápur í hjónaherberginu sem er sínu stærra en hitt, sams konar plastparket á gólfum þeirra og á neðri hæðinni.
Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf, sturtuklefi þar, handklæðaofn, upphengt klósett, handlaug á nettri innréttingu og þakgluggi.
Að utan er húsið með áköstuðum marmarasalla, gluggar og hurðir úr tré og bárujárn á þaki. Mulningur í innkeyrslu.
Leikskóli og matvörubúð í göngufæri og stutt í alla þjónustu.
Virkilega áhugaverð eign.-- VINSAMLEGAST BÓKIÐ EINKASKOÐUN --
Loftur Erlingsson löggiltur fasteignasali veitir allar nánari upplýsingar um eignina.
S. 896 9565 [email protected] Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna:1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati, (0,4% fyrstu kaup) lögaðilar 1,6%
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700.- af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. kauptilboð.
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Hús fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita jafnvel til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.