Steindór Guðmundsson löggiltur fasteignasali og HÚS fasteignasala kynna í einkasölu Gagnheiði 20, Selfossi matshluti 010101Vel staðsett iðnaðarhúsnæði sem byggt er árið 1976. Húsið er 223,6 fm að grunnfleti auk millilofts, Húsið er stálgrindarhús klætt að utan með járni. Tvær ágætar innkeyrsluhurðir eru að framanverðu.
Húsinu er skipt í tvo hluta með léttum millivegg og er opið á milli þeirra með hurð og hurðargati. Í þeim hluta hússins sem er nær Lágheiði eru forstofa, skrifstofur, kaffistofa og salerni. Dúkar og flísar eru á gólfum. Milliloft er yfir þeim hluta hússins. Í þeim hluta hússins sem er fjær Lágheiði er einn salur með máluðu gólfi.Önnur hurðin er í fullri hæð en hin er nokkuð lægri. Hærri hurðin er með gönguhurð. Þak er upprunalegt. Léttur milliveggur fyrir miðju hússins. Búið er að endurnýja klæðningu að framanverðu en að öðru leyti eru upprunaleg. Efsti hluti klæðningar að aftan til eru plötur úr trefjaplasti.
Plan framan við hús er malbikað. Framan við báðar innkeyrsluhurðir er steypt plan. Möl er í plani við gafl hússins. Heildarlóðin er 1.646 fm en henni hefur verið skipt upp og tilheyra 43% lóðarinnar þessum eignarhluta.
Nánari upplýsingar veitir Steindór Guðmundsson löggiltur fasteignasali s. 862 1996 [email protected] ,,Okkar fagmennska eru þínir hagsmunir"
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati. (0,4% fyrstu kaup, 1,6% lögaðilar)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar, breytilegt. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. Kauptilboð